Hälsans kök grænmetishamborgari

Fersk Ciabatta brauð skorin langsum.

3 stk plómu tómatar, skornir í sneiðar
1 stk meðalstór rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar
Salatblöð (iceberg, kínakál, ruccola eða annað salat)
Ostneiðar að eigin vali

Tómatbasil sósa
Innihald
1 stk tómatar í dós
1 msk tómatpurré
1 stk hvítlauksgeiri
1 msk hunang
1 stk teningur (kjúklingakraftur)
½ dl vatn
2 msk ólífuolía
Knippi ferskt basil

Aðferð
Tómatar settir í pott ásamt tómatpurré , hvítlauk og kjúklingakrafti,hunangi,vatni og ólífuolíu. Suðan látin koma hægt upp og soðið í ca.10 mín, maukað með töfrasprota. Basil fín saxað og blandað saman við, kælt.

Ciabatta brauð hitað, rauðlauk og tómatsneiðum raðað á síðan dressing og salat og að lokum grænmetisbuff ásamt ost sneið og lokað.